
Okkar síður
Þetta höfum við að segja um stjórnarskrá Íslands.
Jóhanna og Birgitta
Akureyri
Af því við erum framtíðar þegnar Íslands og viljum taka þátt í að gera landið okkar betri stað til að búa á.
Við viljum réttlæti og heiðarleika,.
Júlíus Jóhann
Íslandi
1. Að börnin í landinu séu mikilvægust.
2. Að allir íslendingar þurfti ekki að greiða skuldir annarra.

Magnús Freyr Kristjánsson
Hafnarfirði
1. Það er svo merkilegt hvað það gleymist oft að þeir fulltrúar sem stjórna íslandi í dag voru eitt sinn börn og unglingar, Ég tala nú ekki um að þegar fulltrúarnir gleyma því sjálfir. Síðan er spurt útaf hverju það sé mikilvægt að ungmenni landsins fá að tjá sig þegar það kemur að rekstri landsins. Í rauninni ættu ungmenni að vera meira virk þegar það kemur að stjórnarskránni. Börn ættu að vera frædd og upplýst betur um réttindi þeirra. Persónulega finnst mér að í dag séu gerðar alltof litlar kröfur til barna og unglinga þegar það kemur að réttindum þeirra, þessu er öllu hent í fangið á foreldrum okkar sem yfirleitt “gleyma” og/eða fræða börn sín yfir höfuð ekki nóg um stöðu þeirra í samfélaginu.
Mikilvægt er að börn og ungmenni þessa lands taki virkan þátt í að móta framtíð þessara þjóða.
2. Að lög yrðu sett um atvinnumál ungsfólks. í dag er öllum krökkum á aldrinum 6-16 skyldugt að fara í skóla og öðlast þannig menntun. En sú menntun undirbýr ekki fólk fyrir atvinnulífið heldur gefur okkur grunnþekkingu á hlutunum. Eftir að unglingar útskrifast úr 10.bekk fá þau ráðið um hvort frammhaldsmenntun taki við eða hvort þau fari að vinna. eða geri ekki neitt. þetta er ekki nógu gott. það sem mér finnst að ætti að gera er það að “11.bekkurinn” yrði gerður skyldugur. Unglingar útskrifast með grunnskólapróf í 10.bekk en halda síðan áfram í “11.bekk” sem yrði einhverskonar undirbúnings bekkur fyrir það sem tekur við, annað hvort frammhaldsskóla menntun eða atvinna. myndi þá nemendur velja sitt svið/farveg eftir því hvað það vill gera í framtíðinni.
Einnig myndi ég leggja áherslu á að Forvarnarstarfsemi yrði tekin betur fyrir, það sem fær okkur til að vilja gera, er forvitnin ekki satt.

Gunnþórunn Sara Karlsdóttir
105 Reykjavík
1. Því annars vitum við ekkert hvað er að gerast á landinu og við viljum fá að vita hvernig og hverjir eru að stjórna landinu okkar.
2. Nr.1. Fólkið í landinu eiga að vera sammála um einhverja samninga.
Nr.2. Allar búðir á landinu eiga að loka kl:21:00
Nr.3. börn meiga ekki kjósa fyrr en þau eru 16 ára
Nr.4. Börn landsins eiga að fá tíma til að læra heimanámið sitt í skólanum ef foreldrar geta ekki synt börnunum.
Nr.5. allir eiga að fá jólafrí 15. desember.
Pétur Breki Lorange
Grafarvogi Hrísrima 7
Til að þau viti hve heppin við erum
Að láta foreldra gæta hve lengi börnin sín eru í tölvunni.Skóli skuli vera betur vaktaður og láta kennara hlusta á hugmyndir nemanda betur.

Mæja og Gugga
Reykjarvík
1. Því að börn og ungmenni vilja líka fá að stjórna 40% af lífinnu og Íslandi.
2. Að segja Já við ice…. og leggja meiri áheyrslu á fátækt og og allir hafa 100% laun nema nema þeir sem vinna í lávöru verslunum og þeir sem vina minna.
Nýja stjórnarskráin!:
1. að hafa frítt í sund á Sunnudögum, 2. að hafa 50% afslátt í bíó,
3. Lækka launin hjá alþingi og stjórnmálamanna og látta þann pening í atvinnulífið.4. Ekki hækka skattana okkar því þá fara bara allir á hausin!!5. öll föt og matur lækki og skór svo fleiri hafi efni á nýjum hlutum.
Kær Kveðja Gugga og Maja .

Lárus Ingi Láruson
Íslandi Reykjavík
1.Af því að þau eru framtíðin
2.Jafnan rétt fyrir alla

Jóhannes
akureyri
um fótbolta og hesta

Nótt Aradóttir
Reykjavík
Börn og ungmenni eru þau sem munu taka við af ykkur, við þurfum að takast á við afleiðingar gerða ykkar og annaðhvort laga það sem hefur mistekist og beturumbæta annað, við skiptum máli fyrir framtíðina og framtíðin skiptir máli fyrir okkur og því er mikilvægt að við fáum að ráða líka og segja okkar skoðanir á málum, jafnvel þótt þau snerti okkur ekki núna munu þau gera það í framtíðinni
Áhersla á að laga mennta og heilbrigðiskerfið, enþá minni völd til forsetans og forsetisráðherrans, breyta og herða hegningarlög og banna stjórnmálaflokka heldur að það eigi að kjósa hvern og einn út frá þeirra skoðunum en ekki að kjósa lista eða flokka
Á
Selfossi
Vegna þess að þau koma til með að taka við stjórn landsins .
Jafna kostningarrétt,og aukið lýðræði fyrir almenning, að við gætum haft meiri áhrif ´

Snorri Rafn Hallsson
Reykjavík
Börn og ungmenni eru fólkið sem á eftir að byggja upp landið í framtíðinni. Lengi býr að fyrstu gerð og með fræðslu, menntun, þjálfun og æfingu í ákvarðanatöku um stærri málefni verður þessi hópur mun betur undirbúinn til að takast á við það stóra verkefni sem bíður þeirra.

Katrín
Reykjavík
Ungt fólk hefur líka rödd sem þarf að hlusta á!
Ný stjórnarskrá ætti að vera skýr þannig að allir geti lesið hana

Halldór Logi Sigurðarson
Vesturlandi
Ungmenni verða fá að tjá sig um stjórnmál því að þau eru kynslóðin sem mun lifa í afleiðingum gerða starfandi stjórnvalda, hvort sem það er til góða eða ekki.
Eftir að 62. grein hefur verið tekin út, 29. grein tekin út, 30. grein tekin út, og lágmarksaldur forseta lækkaður í kosningaaldur ætti áhersla að vera á eftirfarandi atriði:
Tjáningarfrelsi og frelsi yfirleitt, að einstaklingurinn hafi eins mikið svigrúm og unnt er.
Persónukjör til alþingis og að landið sé eitt kjördæmi.
Hvergi væri minnst á trúarbrögð nema þá að engum megi mismuna á grundvelli þeirra, og að trúfélög heyri undir venjuleg félög og starfsemi.
Fleiri þjóðaratkvæðagreiðslur og að auðveldara sé að kalla þær til.
Að stjórnarskrá sé endurskoðuð a.m.k. á nokkurra áratuga fresti.