Þing Ungmennaráða í Iðnó

Laugardaginn 16. apríl 2011 var haldið þing ungmenna í Iðnó, Vonarstræti 3 í miðbæ Reykjavíkur. Markmiðið var að leyfa rödd barna og ungmenna að heyrast við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Þátttakendur á þinginu voru um fjörutíu og komu þeir frá ungmennaráðum sveitarfélaga víðs vegar af landinu. Á þinginu voru ræddar ýmsar spurningar varðandi hlutverk þjóðhöfðingja, mörk framkvæmdar- og löggjafarvalds, dómsvald, mannréttindaákvæðin auk þess sem unglingarnir höfðu sjálfir frumvkæðið að ýmsum umræðuefnum. Umræðurnar voru mjög líflegar og unglingarnir höfðu sterkar skoðanir á ýmsum grundvallaratriðum.

Hér má sjá myndir frá þinginu.

Skýrsla verður unnin úr niðurstöðum þingsins og hún afhent Alþingi og Stjórnlagaráði, auk þess sem afraksturinn verður kynntur fyrir fjölmiðlum.

Stjórnlög unga fólksins er samstarfsverkefni UNICEF á Íslandi, umboðsmanns barna og Reykjavíkurborgar. Hafðu samband við okkur á stjornlogungafolksins@reykjavik.is

Reykjav�kurborg Unicef Umbo�sma�ur Barna