
Þing Ungmennaráða í Iðnó
Laugardaginn 16. apríl 2011 var haldið þing ungmenna í Iðnó, Vonarstræti 3 í miðbæ Reykjavíkur. Markmiðið var að leyfa rödd barna og ungmenna að heyrast við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Þátttakendur á þinginu voru um fjörutíu og komu þeir frá ungmennaráðum sveitarfélaga víðs vegar af landinu. Á þinginu voru ræddar ýmsar spurningar varðandi hlutverk þjóðhöfðingja, mörk framkvæmdar- og löggjafarvalds, dómsvald, mannréttindaákvæðin auk þess sem unglingarnir höfðu sjálfir frumvkæðið að ýmsum umræðuefnum. Umræðurnar voru mjög líflegar og unglingarnir höfðu sterkar skoðanir á ýmsum grundvallaratriðum.
Hér má sjá myndir frá þinginu.
Skýrsla verður unnin úr niðurstöðum þingsins og hún afhent Alþingi og Stjórnlagaráði, auk þess sem afraksturinn verður kynntur fyrir fjölmiðlum.